Flott (hljómsveit)
Flott (venjulega ritað með hástöfum sem FLOTT) er íslensk hljómsveit sem var stofnuð í byrjun árs 2020. Flott, ásamt Unnsteini Manuel, fluttu lokalag Áramótaskaupsins árið 2021 (Ef þú hugsar eins og ég). [1] Sveitin hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2022, annars vegar fyrir popplag ársins (Mér er drull) og hins vegar sem bjartasta vonin.[2]
FLOTT | |
---|---|
Uppruni | Reykjavík, Íslandi |
Ár | 2020–í dag |
Stefnur | Popp |
Meðlimir | Vigdís Hafliðadóttir Ragnhildur Veigarsdóttir Eyrún Engilbertsdóttir Sylvía Spilliaert Sólrún Mjöll Kjartansdóttir |
Vefsíða | instagram.com/fknflott/ |
Meðlimir
breytaNúverandi
breyta- Vigdís Hafliðadóttir - söngur
- Ragnhildur Veigarsdóttir - hljómborð
- Eyrún Engilbertsdóttir - gítar og hljóðgervill
- Sylvía Spilliaert - bassi
- Sólrún Mjöll Kjartansdóttir - trommur
Ragnhildur Veigarsdóttir semur lög sveitarinnar, spilar á hljómborð og útsetur. Vigdís Hafliðadóttir syngur, er meðhöfundur laganna og semur textana[3].
Saga
breytaVigdís fékk hugmynd um að stofna hljómsveit sem semdi heiðarlegt stelpupopp og hafði samband við kunningja sinn Ragnhildi. Út frá því fóru þær í að finna hljóðfæraleikara sem pössuðu inn í bandið og þannig myndaðist stelpubandið Flott [4].
Útgefið efni
breytaSmáskífur
breyta- Segðu það bara (2020)
- ...en það væri ekki ég (2021)
- Mér er drull (2021)
- Þegar ég verð 36 (2021)
- Ef þú hugsar eins og ég (2021)
- FLOTT (2022)
- Boltinn hjá mér (2022)
- Hún ógnar mér (2023)
- L'amour (feat. Ólafur Darri) (2023)
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ https://www.ruv.is/frett/2021/12/31/lokalag-skaupsins-2021
- ↑ https://www.visir.is/g/20222242346d
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. ágúst 2023. Sótt 8. júlí 2022.
- ↑ https://k100.mbl.is/frettir/2021/03/02/flott_vekur_athygli_a_stelpum_i_tonlist/