Flotgengi eða fljótandi gengi er gengisstefna þar sem gengi gjaldmiðils er leyft að fljóta miðað við gjaldeyrismarkað. Slíkur gjaldmiðill er kallaður fljótandi gjaldmiðill. Andstæða flotgengis er fastgengi.

Kostir fyrirkomulagsins er að ef sveiflur í hagkerfinu eru ekki í takt við sveiflur annara landa, endurspeglast það í gengi gjaldmiðilsins, m.ö.o gengi krónunnar endurspeglast af aðstæðum í hagkerfinu á hverjum tíma. Annar kostur er sá að leiða má að því líkur að minni hætta sé á fjármálakreppum en þegar fastgengisstefna er við lýði.

Tenglar

breyta
  • „Hvað er átt við með fljótandi gengi?“. Vísindavefurinn.
   Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.