Flokkaspjall:Setberg

Latest comment: fyrir 18 árum by Spm

í hvers konar bergi er líklegast að finna steingervinga? útskýrðu svar þitt. oki ég er að fara bæbb endilega setið svar inn á sem fyrst ég hef nebblilega ekki hugmynd um þetta, sem er ekki gott því að ég er að fara í framhaldskóla í haust og ætla að verða nátturufræðingur, en það verður bara gaman, en hérna nennuru þá að setja svarið inn á síðuna.

Þetta er kannski ekki réttur staður fyrir slíkar spurningar, en líklega þá myndirðu eiga möguleika á að finna steingervinga í öllu seti, þar sem að setberg myndast þegar að setlög "setjast", þá til dæmis umhverfis leifar dýra. Setberg tekur þó nokkurn tíma að myndast, og ég held að þú myndir ekki finna mikið af steingervingum af viti á landi á Íslandi (nema hugsanlega á austurlandi), en hugsanlega í sjávarsetlögum umhverfis Ísland. Ég tek það reyndar fram að ég er hvorki líffræðingur né jarðfræðingur.
Ég tók mér það bessaleyfi að taka feitletrunina af textanum hjá þér, enda er það óþarfi. Broskallarnir voru líka til algjörra ótukta, þannig að ég fjarlægði þau og setti viðeigandi greinarmerki í staðinn. Það gleður mig að þú ætlir þér að verða náttúrufræðingur, en tvennt ættir þú að hafa í huga: Náttúrufræði er samheiti yfir margar greinar vísindanna, svo sem líffræði, jarðfræði, jarðeðlisfræði, eðlisfræði, efnafræði, og þaðan af - þú ættir kannski að skoða möguleikana betur og reyna að finna þig. Hitt er það að í öllum vísindum skiptir nákvæmni höfuðmáli, og það á ekki síst við um talað og ritað mál - þú ættir að reyna að venja þig á það strax að skrifa gott og rétt mál, broskallalaust, og vanda alla framsetningu. Hér á Wikipedia skrifum við undir allar athugasemdir í spjalli með nafni eða dulnefni. Endilega gerðu slíkt hið sama. Vonandi getur einhver sem er fróðari en ég lagt fleiri orð í belg um steingervinga. --Smári McCarthy 14. maí 2006 kl. 18:51 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Setberg“.