Flokkaspjall:Saga Síle

Latest comment: fyrir 8 mánuðum by Akigka in topic Flokkur þegar til

Flokkur þegar til breyta

Hæhæ. Þessi flokkur er þegar til undir nafninu Saga Chile. Það ætti því að sameina þá, en ég er í pínu vafa um það hvora stöfunina er betra að nota. Samkvæmt minni reynslu er fólk frá landinu ekki hrifið af stöfuninni Síle. Notandi:Akigka, hvað finnst þér? TKSnaevarr (spjall) 4. september 2023 kl. 21:46 (UTC)Reply

Já, ég breytti þessu í "Síle" í greininni sjálfri af því hinn rithátturinn býr til óvissu um framburð (Tsjile eða Kile?) og af því það kemur betur út með afleiddum orðum ("síleskur" fremur en "chile-skur"). Báðir rithættirnir eru gefnir upp sem jafngildir á ríkjaheitalista Árnastofnunar. --Akigka (spjall) 5. september 2023 kl. 10:28 (UTC)Reply
Og hvað sem fólki frá Síle finnst um íslenska ritháttinn, þá eru þau ekkert að fara að hætta að tala um "Islandia" (eða "Alemania" eða "Dinamarca"), hvað sem íbúum þaðan finnst um það. --Akigka (spjall) 5. september 2023 kl. 10:44 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Saga Síle“.