Flokkaspjall:Grunnlitir

Latest comment: fyrir 18 árum by Torfason

Flokkurinn grunnlitir er ekki jafnvel skilgreindur og kann að virðast við fyrstu sýn. Það eru til ýmis litablöndunarkerfi (CMYK, RGB o.s.frv.), og litirnir rauður grænn og blár eru aðeins frumlitir ef um er að ræða viðbætta blöndun ljóss. Gulur er frumlitur í stað græns ef um frádráttarblöndun er að ræða. Þess vegna ætti að sameina grunnlitaflokkinn litaflokknum.

Sér í lagi er slæmt að vera með tvo flokka ef meiningin er að hafa hvern lit aðeins í einum flokki, þannig að rauður, grænn og blár eru ekki í flokknum Litir miðað við þessa skiptingu, en verða um aldur og ævi einu þrjár færslurnar í flokknum grunnlitir. --Magnús Þór 26. júlí 2006 kl. 11:40 (UTC)Reply

Fara aftur á síðuna „Grunnlitir“.