Flokkaspjall:Fyrrum Alþingismenn
Spurning um hvort ekki ætti að flokka hér nánar og þá eftir fyrir hvaða flokk viðkomandi var þingmaður fyrir á sínum tíma. Það eru komin 160 nöfn í þennan flokk og mun bara bætast í hann svo það verður mikið meiri vinna ef við undirflokkum hann ekki fljótlega. Bragi H (spjall) 9. nóvember 2019 kl. 19:26 (UTC)
Eyðingartillaga
breytaÉg mæli með því að þessum flokki sé eytt. Það er allt of mikið af fólki sem hefur setið á Alþingi til þess að það sé þess virði að hafa einn flokk sem nær utan um það allt, sér í lagi ef látnir Alþingismenn eru líka taldir með. Það er líka ólíklegt að fólk muni eftir því að færa greinar inn í þennan flokk í hvert einasta skipti sem einhver hættir á Alþingi. Í staðinn fyrir þennan flokk væri betra að hafa undirflokka sem tilgreina á hvaða þingtímabili tilteknir Alþingismenn sátu (s.s. flokkur eins og Kjörnir Alþingismenn 2021 o.s.frv.) TKSnaevarr (spjall) 17. apríl 2024 kl. 03:38 (UTC)
- Sammála grunnhugmynd, en þetta leiðir af sér marga flokka sem sumir þingmenn eru í. Steingrímur Sigfússon yrði í 10 "Kjörnir alþingismenn" flokkum, Jóhanna Sigurðardóttir yrði í 8 flokkum og fjórir aðrir væru í að minnsta kosti 10 flokkum. Betra að hafa áratugi, þannig að þessar tölur geti helmingast (10 ár / 4 ára kjörtímabil = 2,5). Snævar (spjall) 17. apríl 2024 kl. 08:22 (UTC)
- Lét Snið:Alþingismaður flokka sjálfvirkt, síður eru núna í flokkum frá Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1951-1960 til Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 2021-2030. Mesti fjöldinn er í "2001-2010" með 84 greinar. Snævar (spjall) 17. apríl 2024 kl. 09:57 (UTC)
- Fín nálgun held ég. Mikilvægt að hafa þetta viðhaldslétt. En má þetta ekki bara vera "Alþingismenn 2021-2030"? Hlýtur að vera sjálfgefið að enginn er alþingismaður án þess að vera kjörinn til þess. --Bjarki (spjall) 17. apríl 2024 kl. 12:46 (UTC)
- Ég hugsa að það væri betra að tiltaka orðið kjörnir, því einhverjir Alþingismenn hafa verið kjörnir á einum áratug en setið fram á þann næsta. Það afmarkar því efni flokksins betur að taka fram að um sé að ræða tímabilið sem fólkið náði kjöri inn á Alþingi. TKSnaevarr (spjall) 17. apríl 2024 kl. 17:44 (UTC)
- Flokkunin er núna þannig að hún tekur tímabils gildið, fyrsta árið úr því, og flokkar samkvæmt því. Þannig er alþingismaður sem er kjörinn í Alþingiskosningunum 1999 í flokknum "Kjörnir Alþingismenn 1991-1999" en ekki "Kjörnir Alþingismenn 2001-2010", nema hann hafi verið endurkjörinn í næstu kosningum (kosningunum 2003). Snævar (spjall) 18. apríl 2024 kl. 12:50 (UTC)
- Fín nálgun held ég. Mikilvægt að hafa þetta viðhaldslétt. En má þetta ekki bara vera "Alþingismenn 2021-2030"? Hlýtur að vera sjálfgefið að enginn er alþingismaður án þess að vera kjörinn til þess. --Bjarki (spjall) 17. apríl 2024 kl. 12:46 (UTC)
- Ég vil bæta því við að mér finnst að það ættu að vera fáar eða engar síður í flokknum Alþingismenn, heldur ættu allar síður að vera eingöngu í undirflokkum eftir stjórnmálaflokkum og þingsetutímabili til að auðvelda leit í gegnum flokkana. Ég held að hugsunin með þeim flokki hafi einhvern tímann verið að hann ætti að vera fyrir sitjandi Alþingismenn, en það hefur ekki verið farið vel eftir því. Auk þess er ekki heldur líklegt að flokkurinn verði uppfærður nógu reglulega í hvert sinn sem skipan Alþingis breytist til að hann virki sem flokkur fyrir sitjandi þingmenn. TKSnaevarr (spjall) 17. apríl 2024 kl. 10:13 (UTC)
- Sammála. Það eru 29 síður í Flokkur:Alþingismenn sem eru ekki í nýju flokkunum. Spurning hvað eigi að gera við tenginguna við Flokkur:Íslenskar konur og Flokkur:Alþingiskonur. Snævar (spjall) 18. apríl 2024 kl. 13:31 (UTC)
- Mér finnst í lagi að halda flokknum Alþingiskonur, því það eru einhverjir möguleikar á því að fólk vilji skoða flokk með heildaryfirliti yfir konur sem hafa verið kjörnar á Alþingi. TKSnaevarr (spjall) 18. apríl 2024 kl. 13:56 (UTC)
- Sammála. Það eru 29 síður í Flokkur:Alþingismenn sem eru ekki í nýju flokkunum. Spurning hvað eigi að gera við tenginguna við Flokkur:Íslenskar konur og Flokkur:Alþingiskonur. Snævar (spjall) 18. apríl 2024 kl. 13:31 (UTC)
- Lét Snið:Alþingismaður flokka sjálfvirkt, síður eru núna í flokkum frá Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 1951-1960 til Flokkur:Kjörnir Alþingismenn 2021-2030. Mesti fjöldinn er í "2001-2010" með 84 greinar. Snævar (spjall) 17. apríl 2024 kl. 09:57 (UTC)