Flokkaspjall:Fuglar eftir löndum

Fuglar 'lands' í staðinn fyrir '-lenskir' fuglar

breyta

Að hafa '-lenskir' fuglar gæti orðið ruglingslegt þegar kemur að ákveðnum löndum/svæðum eins og Kúbu eða Fídjí.

Sting upp á því að við notum (a.m.k. héðan í frá) 'Fuglar Kúbu' eða 'Fuglar Fídjí' eða 'Fuglar Bandaríkjanna' í staðinn fyrir 'Kúbanskir fuglar', 'Fídjískir fuglar', eða 'Bandarískir fuglar'. Logiston (spjall) 13. apríl 2024 kl. 12:15 (UTC)Reply

Það er engin hefð til um hvort á að nota. Allir flokkar sem hafa eitthvað með lönd að gera skiptast nokkurnveginn jafnt á milli "x Bandaríkjanna" og "Bandarískir x".
Ég held að þú sért að vísa til fjölda farfugla með Kúbu, enda eru þeir í meirihluta þar. 19% fugla heimsins eru farfuglar (https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0070907), þannig það væri betra að hafa titilinn út frá því hvort farfuglar séu í meirihluta í hverju landi fyrir sig. Þannig væri Kúba og Ísland með titilinn "Fuglar Kúbu" og "Fuglar Íslands", en önnur lönd þar sem farfuglar eru ekki í meirihluta myndu halda gamla titlinum. Snævar (spjall) 17. apríl 2024 kl. 15:42 (UTC)Reply
Af hverju ekki að nota "Fuglar á Íslandi" eða "Fuglar á Kúbu". Þeir eru jú augljóslega ekki með ríkisfang... --Akigka (spjall) 17. apríl 2024 kl. 16:27 (UTC)Reply
Já, "á xlandi" er betra. Snævar (spjall) 17. apríl 2024 kl. 19:50 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Fuglar eftir löndum“.