Prammi
(Endurbeint frá Fljótalekta)
Prammi eða flatbytna (einnig lekta eða fljótalekta) er flatbotna og grunnrist skip, oft langt og mjótt með flötum skut og lítinn gang. Íbúðarpramma (húsbáta) má t.d. sjá á Signu eða í síkjum Amsterdam sem og víðar. Það er einnig talað um pramma þegar átt er við vöruflutningafleka sem hafðir eru í slefi á eftir fljótabátum eða notaðir við dýpkunarstarfsemi í höfnum. Einnig eru til það sem kallaðir hafa verið herprammar, sem voru mikið notaðir á 18. öldinni, sér í lagi í Eystrasaltshafinu á meðan Napóleonsstyrjöldunum stóð. Hver prammi hafði 2-3 möstur og gat borið 10-20 fallbyssur.