Fjölfrumungur
Fjölfrumungur er lífvera sem samanstendur af meira en einni frumu, ólíkt einfrumungum.[1]
Allar tegundir dýra, landplöntur og flestir sveppir eru fjölfrumungar, eins og margir þörungar, en nokkrar lífverur eru að hluta til einfrumungar og að hluta fjölfrumungar eins og ættkvíslin Dictyostelium.[2][3]
Fjölfrumungar verða til á nokkra vegu, til dæmis með frumuskiptingu eða sameiningu nokkra einstakra frumna.[4][3] Bakteríuþyrpingar eru afleiðing sameiningar margra frumna af sömu tegund sem mynda nýlendu. Hinsvegar er oft erfitt að aðskilja nýlendur frá sönnum fjölfrumungum því hugtökin eru ekki aðskilin.[5][6] Það eru einnig til fjölkjarna lífverur sem eru tæknilega einfrumu lífverur, nægjanlega stórar til að sjást með berum augum, svo sem xenophyophorea sem getur náð 20 cm.
Heimildir
breyta- ↑ Becker, Wayne M.; og fleiri (2008). The world of the cell. Pearson Benjamin Cummings. bls. 480. ISBN 978-0-321-55418-5.
- ↑ Chimileski, Scott; Kolter, Roberto (2017). Life at the Edge of Sight: A Photographic Exploration of the Microbial World. Harvard University Press. ISBN 9780674975910.
- ↑ 3,0 3,1 Lyons, Nicholas A.; Kolter, Roberto (apríl 2015). „On the evolution of bacterial multicellularity“. Current Opinion in Microbiology. 24: 21–28. doi:10.1016/j.mib.2014.12.007. ISSN 1879-0364. PMC 4380822. PMID 25597443.
- ↑ S. M. Miller (2010). „Volvox, Chlamydomonas, and the evolution of multicellularity“. Nature Education. 3 (9): 65.
- ↑ Brian Keith Hall; Benedikt Hallgrímsson; Monroe W. Strickberger (2008). Strickberger's evolution: the integration of genes, organisms and populations (4th. útgáfa). Hall/Hallgrímsson. bls. 149. ISBN 978-0-7637-0066-9.
- ↑ Adl, Sina; og fleiri (október 2005). „The New Higher Level Classification of Eukaryotes with Emphasis on the Taxonomy of Protists“. J. Eukaryot. Microbiol. 52 (5): 399–451. doi:10.1111/j.1550-7408.2005.00053.x. PMID 16248873.