Fjöldamorðin í Rock Springs

Fjöldamorðin í Rock Springs áttu sér stað 2. september 1885 í þorpinu Rock Springs í Sweetwater héraði í Wyoming í Bandaríkjunum. Hópur hvítra innflytjenda réðst á kínverska innflytjendur og myrtu að minnsta kosti 28 kínverska kolanámumenn og særðu 15 og brenndu 78 heimili kínverskra innflytjenda. Upptök fjöldamorðanna má rekja til þess að kolanámufélag járnbrautarfélagsins The Union Pacific Coal Department réð kínverska verkamenn fyrir lægra kaup en hvítir verkamenn vildu starfa fyrir og réð kínverska verkamenn sem verkfallsbrjóta þegar verkamenn fóru í verkfall til að krefjast hærra kaups.

Samtímateikning af Rock Springs fjöldamorðunum sem birtist í vikuritinu Harper's Weekly: Harper's Weekly, Vol. 29

Í Leiftri, fréttablaði Vestur-Íslendinga, er atburðinum svona lýst í september 1885:

„WYOMING TERRITORY. Hinn 2. p. m. gjörðu hvítir menn Kínverjum áhlaup í þorpi því er Rock Springs heitir, myrtu þeir þar og brenndu nálægt 20 Kínv. og eyðilögðu með eldi öll hús þeirra. Orsökin var hin sama og ætíð hefir átt sjer stað hjer i landi, nefnil. sú; að Kínv. bjóðast til að vinna fyrir lítið, svo hvítir menn eru reknir burt í hópum, í þorpi þessu voru upphaflega 600 Kínv., sem allir bjuggu í þorpi sjer, en nú er þar ekkert nema svartar rústir og enginn Kínv. í bænum.“[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Leifur - 17. tölublað (11.09.1885)