Fjölþáttahernaður
Fjölþáttahernaður og fjölþáttaógnir eru hugtök í hernaðar- og öryggismálum sem vísa til blöndu af hefðbundnum og óhefðbundnum hernaði við pólitískan hernað, stafrænan hernað[1] [2] og aðrar aðgerðir eins og dreifingu falsfrétta,[3] erindrekstur og afskipti af kosningum erlendra ríkja.[4][5] Með því að beita slíkum niðurrifsaðgerðum samhliða virkum hernaði vonast árásarríkið jafnan til þess að komast hjá því að gripið sé til viðbragðs- eða refsiaðgerða.[6] Hugtakið hefur verið gagnrýnt af ýmsum fræðimönnum og leikmönnum vegna ásakana um að það sé óljóst og feli í sér sögulega brenglun.[7][8][9]
Hugtakið fjölþáttaógnir er skilgreint á eftirfarandi máta af utanríkisráðuneyti Íslands:
Hugtakið fjölþáttaógnir vísar til samhæfðra og samstilltra aðgerða óvinveittra ríkja eða aðila tengdum ríkjum sem beita fjölbreyttum aðferðum, á skipulagðan hátt, til að nýta sér kerfislæga veikleika lýðræðisríkja og/eða stofnana þeirra. Til þeirra teljast t.d. netárásir, efnahagsþvinganir og fjárfestingar í lykilinnviðum- og tæknifyrirtækjum, falsfréttir og íhlutun í lýðræðislega ferla og stofnanir. Tilgangurinn er að hafa áhrif á ákvarðanatöku yfirvalda með aðgerðum sem grafa undan eða skaða viðkomandi ríki og/eða stofnanir þess.[10]
Aðferðir fjölþáttahernaðar eru ekki nýjar af nálinni en margar þeirra hafa öðlast aukið vægi eftir tilkomu internetsins.[11]
Tilvísanir
breyta- ↑ Nyagudi Nyagudi (31. mars 2022). „Election Shenanigans Kenya Hybrid Warfare“. Figshare. Sótt 31. mars 2022.
- ↑ „Menacing Malware Shows the Dangers of Industrial System Sabotage“. Wired.
- ↑ „It's the (Democracy-Poisoning) Golden Age of Free Speech“. Wired.
- ↑ Standish, Reid (18. janúar 2018). „Inside a European Center to Combat Russia's Hybrid Warfare“. Foreign Policy (enska). Sótt 31. janúar 2018. „[...] hybrid warfare: the blending of diplomacy, politics, media, cyberspace, and military force to destabilize and undermine an opponent's government.“
- ↑ „Defense lacks doctrine to guide it through cyberwarfare“. nexgov.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2012. Sótt 17. september 2010.
- ↑ „Deterring hybrid warfare: a chance for NATO and the EU to work together?“. NATO Review.
- ↑ Russia v the West: Is this a new Cold War? BBC, 1 April 2018.
- ↑ Berzins, J. (2019). "Not ‘Hybrid’ but New Generation Warfare". in Howard, G. and Czekaj, M. (Eds.) Russia's Military Strategy and Doctrine. Washington, DC: The Jamestown Foundation.
- ↑ Stoker, Donald; Whiteside, Craig (Winter 2020). „Blurred Lines: Gray-Zone Conflflict and Hybrid War—Two Failures of American Strategic Thinking“. Naval War College Review. 73 (1): 1–37.
- ↑ „Fjölþáttaógnir“. Utanríkisráðuneyti Íslands. Sótt 31. mars 2023.
- ↑ Bjarni Bragi Kjartansson (1. nóvember 2020). „Fjölþáttahernaður og fjölþáttaógnir“. Kjarninn. Sótt 31. mars 2023.