Fituleysin vítamín

Fituleysin vítamín eru vítamín sem leysast greiðlega í fitu og fituleysiefnum. Fituleysin vítamín, sem raunar teljast lípíð, leysast ekki í vatni. Dæmi um fituleysin vítamín eru A,D,E og K vítamín. Fituleysin vítamín eru meðal annars í móðurmjólk og lýsi.[1][2] Ef fituleysanleg vítamín er neytt í of stórum skömmtum, safnast þau fyrir í líkamanum. Náttúruleg fituleysanleg vítamín hafa þó ekki eiturefnaráhrif.[3]

Mannslíkaminn getur framleitt bæði K-vítamín og D-vítamín í einhverju magni. Bakteríur í þörmunum geta framleitt töluvert magn af K-vítamíni, en húðin er fær um að framleiða nægt magn af D-vítamíni ef hún verður fyrir sterkri sól[4].

HeimildirBreyta

Örnólfur Thorlacius (2002). Lífeðlisfræði, kennslubók handa framhaldsskólum <references>

  1. „Lýsi, Omega 3 og Fiskur“. Doktor.is. Sótt 30 ágúst, 2010.
  2. „Fituleysin vítamín í móðurmjólk“. Lýðheilsustöð. Sótt 30. ágúst 2010.
  3. „Fróðleikur um vítamín“. Þjálfun.is. Sótt 30. ágúst 2010.
  4. „Causes of Low Vitamin D“. kriskris.com. Sótt 5. mars 2011.