Ljóstur

(Endurbeint frá Fiskispjót)

Ljóstur (eða fiskispjót) er stöng með járnoddi á, notuð til að veiða fisk af ströndu eða árbakka eða til að bana hákarli þegar hann er dreginn upp að síðu báts. Ljóstur er sumstaður notaður til að ná fugli úr holum t.d. lunda. Í frumstæðustu mynd sinni er ljóstur sjálfsagt með elstu veiðiverkfærum sem maðurinn gerði sér til fiskveiða.

Í Gerplu eftir Halldór Laxness lýsir hann Inúitum um árið 1000 þannig:

Þeir skjóta sjófugl með fuglspjóti en fiska reka þeir á grynníngar og skjóta síðan með fiskspjóti. Þeir aka mjög hundum á sjávarísum; og er þeir hitta fyrir sér vök leggja þeir á skörina úldinn summaga og selslifur, en þá er hákall vitjar agns stínga þeir hann með ljóstri.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.