Fimm ára áætlanir Sovétríkjanna
Fimm ára áætlanir Sovétríkjana voru fimm ára efnahagsáætlanir Sovétríkjanna sem miðuðust við að hverfa frá bágt stöddu efnahags- og stjórnmálakerfi Rússlands á fyrsta aldarfjórðungi 20 aldar. Erfiðleikarnir hófust í stríði Rússlands og Japans sem endaði 1905 og í kjölfar þess tók við fyrsta rússneska byltingin. Nokkrum árum seinna hófust átök í Evrópu sem urðu að fyrstu heimstyrjöldinni sem Rússland tók þátt í en þurfti svo að draga sig úr þeim átökum vegna borgarastyrjaldar heima fyrir sem geisaði til 1922. Eftir þessi stríð og þessar byltingar var efnahagskerfi Rússlands bágt statt og upp risu Sovétríkin.
Til að byggja upp Sovétríkin og gera þau samkeppnishæf gagnvart ný iðnvæddum Evrópuríkjum virkjaði Stalín fyrstu fimm ára áætlunina árið 1929 með áherslu á þungaiðnað. Þó að nafn áætlunarinnar gefi til kynna að planið taki fimm ár þá tilkynntu stjórnvöld eftir 4 ár og 3 mánuði að markmið væru uppfyllt og planið því klárað. Fimm ára áætlanirnar urðu þrettán talsins en það seinasta var ekki virkjað að fullu þar sem Sovétríkin féllu sama ár og það hófst, árið 1991.[1]
Fyrsta áætlunin
breytaFyrsta planið snéri að því að iðnvæða Sovétríkin og umbylta landbúnaðarframleiðslu í landinu. Umbreytingin í landbúnaði var að Sovéskir bændur myndu skila uppskerunni til ríkisins og ríkið myndi deila því á milli samfélagsþegnana, þetta átti að bæta hag þeirra sem framleiddu lítið. Bændur skiptust nú þegar í þrjár mismunandi stéttir: Kúlakka, sem áttu meira en 3 hektara af landi, serednjakka sem áttu minna en 3 hektara af landi og svo bednjakka sem áttu lítið land og voru fátækastir. Stalín vildi stofna til samyrkjubúa og stærri bændurnir áttu að gefa stóran hlut af uppskerunni. Lægri stéttir af bændum voru mjög hlynntir fimm ára áætluninni þar sem það átti að bæta hag þeirra umtalsvert en kúlakkar voru ekki sömu skoðunar. Fyrst var smá mótþrói gegn þessu frá efri stéttini en á endanum var bændum skylt að fylla upp í kvóta sem var í raun óraunhæfur. Vegna mótþróa og of mikils kvóta gátu bændur ekki skilað af sér því sem ætlast var af þeim. Auk þess flutti fólk frá bóndabænum og yfir í borgir og þá var ekki til nægur mannskapur. Einnig voru þurrkar og því var uppskeran léleg. Það dóu á milli 6,4 og 12,5 milljón manns milli árana 1932-1933.
Til að hraða iðnvæðingu innan Sovétríkjana voru lagðir miklir fjármunir í þungaiðnað, byggingaiðnað og samgöngur. Fjöldi starfandi í þessum greinum jókst úr 4,6 milljón manns í 12,6 milljón og framleiðsla stór jókst sem gerði Sovétríkin að leiðandi ríki í iðnaði. Þessi þróun gerði Sovétríkin tilbúin til að takast á við þýska herinn í seinni heimsstyrjöldinni. Þegar að Þjóðverjar réðust inn í Rússland í Barbarossa-aðgerðinni þá var allt tiltækt vinnuafl, vélar og verksmiðjur notað í að styðja við stríðsrekstur Sovétríkjana í seinni heimstyrijöldinni. Mikið af tækjum og tólum eyðilögðust, meðal annars 98.000 sameiginlegir bóndabæir og 137.000 traktorar.[2]
Seinni tíð
breytaFimm ára áætlanirnar voru alls 13, allt að falli Sovétríkjanna árið 1991 þó varði hin síðasta í einungis eitt ár. Þar sem að Jósef Stalín lést árið 1953 þá tók hann ekki þátt í 6. áætluninni en í staðinn voru það Níkíta Khrústsjov og Níkolaj Búlganín sem stýrðu því. Eftir einungis tvö ár var áætlunin yfirgefin þar sem markmið hennar voru of bjartsýn og ómögulegt reyndist að ná þeim. Eftir það snéru plönin að því að taka fram úr vesturlöndum og þá sérstaklega Bandaríkjunum[3]
Heimildir
breyta- ↑ „Stalin's Five Year Plan“. Spartacus Educational (enska). Sótt 31. október 2021.
- ↑ „9780312439460: The Making of the West: Peoples and Cultures, A Concise History, Volume II: Since 1340 - AbeBooks - Hunt, Lynn; Martin, Thomas R.; Rosenwein, Barbara H.; Hsia, R. Po-chia; Smith, Bonnie G.: 0312439466“. www.abebooks.com (enska). Sótt 31. október 2021.
- ↑ Waller, Sally (2015). Tsarist and Communist Russia 1855-1964 (Second edition. útgáfa). Oxford. ISBN 978-0-19-835467-3. OCLC 913789474.