Festa dei ceri
La Festa dei Ceri (á íslensku „Hátíð kertanna“) er ítölsk hátíð sem haldin er til heiðurs heilags Ubaldos Baldassinis.
Heilagur Ubaldo er þekktur sem verndari borgarinnar Gubbio, í Úmbríu.
Hátíðin er haldin þann 15. maí, daginn fyrir dag heilags Ubaldos þann 16. maí.
La Festa dei Ceri er fagnað til að minnast þess að Ubaldo varði borgina gegn hersveitum Friðriks Barbarossa á tólftu öld.
Samkvæmt goðsögninni fór Ubaldo um alla borgina á hestbaki til að vara íbúa við komandi árás hans Friðriks og náðu íbúar að vernda borgina.
Eftir dauða hans minntust íbúar hans með því að hlaupa um borgina með styttu af honum á herðum sér.
Heilagur Ubaldo var verndardýrlingur ríkra múrara í Gubbio; eftir nokkurn tíma náði hátíðin líka yfir verndardýrlinga kaupmannanna (Heilagan Georg) og hirða (heilags Antoníusar ábóta).
Nú til dags er hátíðinni fagnað með styttum af öllum þremur dýrlingunum.