Ferningur er rétthyrningur með allar fjórar hliðar jafnlangar og öll horn jafnstór (þ.e. 90°). Hliðarlengd fernings er oft táknuð með a. Flatarmál ferningsins er fundið með því að hefja hliðarlengdina upp í annað veldi: F = a2 og ummálið er summa allra hliðanna: U = 4a.

Önnur merking

breyta

Ferningur tölu x, er talan x margfölduð með sjálfri sér, þ.e. x í öðru veldi, táknað með x2. Ferningur ferningsrótar tölu, er talan sjálf.

   Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.