F-14 Tomcat
(Endurbeint frá F-14)
Grumman F-14 Tomcat er bandarísk tveggja hreyfla, tveggja sæta orrustuþota. Hún var megin orrustuþota bandaríska sjóhersins á árunum 1974 til 2006.
Vélin leysti af hólmi F-4 Phantom II, sem verið hafði megin orrustuþota sjóhersins. Vélin var einnig seld til Írans árið 1976 og er enn í notkun þar. Bandaríski sjóherinn lét af notkun vélarinnar árið 2006 en þá tók F/A-18E/F Super Hornet við sem megin orrustuþotan.
Ítarefni
breyta- Crosby, Francis. Fighter Aircraft (London: Lorenz Books, 2002).
- Eden, Paul. Modern Military Aircraft (Phoenix, Arizona: Amber Books, 2004).
- Holmes, Tony. US Navy F-14 Tomcat Units of Operation Iraqi Freedom (London: Osprey Publishing Limited, 2005).
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist F-14 Tomcat.
- TomcatsForever.com Geymt 14 ágúst 2014 í Wayback Machine, vefsíða tileinkuð F-14 vélum.