Fótboltafélagið Hvöt

Fyrsta kvennaknattspyrnuliðið á Íslandi

Fótboltafélagið Hvöt var fyrsta knattspyrnufélag kvenna á Íslandi. Það var stofnað árið 1914 á Ísafirði[1] og fyrsta stjórn þess var skipuð af Guðrúnu Skúladóttur, formanni, Bergþóru Árnadóttur og Ingibjörgu Helgadóttur en leiðbeinandi liðsins var Einar Oddur Kristjánsson, gullsmiður. Félagið starfaði á árunum 1914 til 1916 og kepptu stúlkurnar innbyrðis auk þess sem þær kepptu við strákafélög í bænum, svokölluð "púkafélög".[2][3]

Hvöt
Fullt nafn Hvöt
Stofnað 1914
Lagt niður 1916
Leikvöllur Hrossataðsvellir, Tang­stún og Riistún
Stærð Óþekkt
Heimabúningur
Útibúningur


Heimildir

breyta
  1. Steinþór Guðbjartsson (1. júní 2017). „Konurnar fyrstar á Ísafirði“. Morgunblaðið. Sótt 3. desember 2018.
  2. Sigurður Pétursson (2017). Knattspyrnusaga Ísfirðinga. Púkamót, félag. bls. 29–30. ISBN 978-9935-24-189-4.
  3. Skapti Hall­gríms­son (9. júlí 2017). „Stúlk­ur á Ísaf­irði brutu ís­inn 1914“. Morgunblaðið. Sótt 3. desember 2018.