Fótboltafélagið Falur

Fótboltafélagið Falur (hollenska: F.C. Knudde) er heiti á hollenskum teiknimyndasögum sem segja frá ærslakenndum ævintýrum samnefnds knattspyrnuliðs. Sögurnar eru samvinnuverkefni íþróttablaðamannsins John le Noble og teiknarans Toon van Driel, sem kalla sig Joop & Toon. Sögurnar hófu göngu sína árið 1973 og hafa komið út óslitið til þessa dags, fyrst í dagblöðum og bókum en í seinni tíð á íþróttavefsíðunni NUSport. Þrjár fyrstu bækurnar um Fal komu út á íslensku á árunum 1979 til 1981 á vegum bókaútgáfunnar Arnar og Örlygs.

Titlar

breyta

Fals-bækurnar eru 35 að tölu í opinberu ritröðinni, en auk þeirra hafa komið út nokkrar safnbækur með minni sögum. Listinn sýnir nöfn og útgáfuár bókanna á frönsku og íslensk heiti og útgáfuár þar sem við á:

  1. Fótboltafélagið Falur á heimavelli (F.C. Knudde thuis 1978) [ísl. útg. 1979]
  2. Falur í Argentínu (Knudde naar Argentinië 1978) [ísl. útg. 1980]
  3. Falur á Íslandi (Knudde naar IJsland 1978) [ísl. útg. 1981]
  4. Zwaar Knudde (1979)
  5. Knudde naar Frankrijk (1979)
  6. Knudde naar Amerika (1979)
  7. Knudde in Amerika (1980)
  8. Knudde met een rietje (1981)
  9. Knudde zootje (1983)
  10. Smallroom Dancing bij Knudde (1983)
  11. Knudde wat de klok slaat (1984)
  12. Knudde antiek of hoe het begon (1984)
  13. Hoezo Knudde? (1984)
  14. Knudde met de pet op (1984)
  15. Een Knudde team (1984)
  16. Knudde en nog eens Knudde (1985)
  17. Knudde in Afrika (1985)
  18. Knudde in Space (1985)
  19. Super Knudde (1985)
  20. Knudde in mineur (1986)
  21. De jeugd van Jaap en Dirk (+ Stän & Øllie bij knudde) (1986)
  22. Knudde slaat terug! (1987)
  23. Alleen maar problemen (1987)
  24. Een terechte strafschop (1988)
  25. Knudde en 't aerobic dansen (+ Knudde naar Babbelonia) (1988)
  26. Knudde naar Moskou (1988)
  27. Zoals Knudde thuis tikt (deel 1) (1988)
  28. Zoals Knudde thuis tikt (deel 2) (1989)
  29. Typisch Knudde (1990)
  30. Knudde knock out! (+ De Stones in het Knuddestadion (1990)
  31. Knudde naar Dallas (+ T.E. bij Knudde) (1990)
  32. Knudde in Transsylvanië (+ Knudde in Dynastie Crest) (1990)
  33. Knudde sport complex (1992)
  34. Knudde in hogere sferen (1993)
  35. Zeldzaam Knudde boek (1998)

Íslensk útgáfa

breyta

Flestar þær þýddu myndasögur sem gefnar voru út á Íslandi á áttunda og níunda áratugnum voru franskar eða belgískar og voru prentaðar í samvinnu við útgefendur á hinum Norðurlöndunum. Sögurnar um Fal voru því frávik, þar sem þær voru hollenskar og ekki unnar sem samprent með öðrum þjóðum. Jafnframt voru þetta einu myndasögurnar sem Örn og Örlygur sendu frá sér á þessum árum.

Frumkvæðið kom frá ungum framhaldsskólanema, Ólafi Garðarssyni, sem rakst á sögurnar í þýskri útgáfu á ferðalagi. Hann vakti áhuga forlagsins á bókunum og tók að sér að þýðinguna. Fyrir valinu urðu þrjár fyrstu bækurnar í ritröðinni. Bækur eitt og þrjú voru þýddar úr þýsku en miðbókin úr hollensku.