Fólksflutningar
Fólksflutningar eru ferðir fólks frá einum stað til annars með það í huga að setjast varanlega að á nýja staðnum. Oft flytur fólk um langa vegu og frá einu landi til annars en einnig getur verið um innri flutninga fólks að ræða og er það ríkjandi formi á heimsvísu. Fólk sem flytur á nýjar slóðir getur verið einstaklingar, fjölskyldur eða stórir hópar
Til fólksflutninga teljast ekki hirðingjar sem reika um enda er för þeirra bundin við árstíðir og ekki er ætlun þeirra að setjast að annars staðar. Einnig teljast tímabundnar ferðir fólks eins og ferðalög, pílagrímsferðir og vinnuferðir ekki fólksflutningar vegna þess að ekki er stefnt að því að setjast að nema um stundarsakir.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fólksflutningar.