Fídji-hindí

(Endurbeint frá Fídjí hindí)

Fídji-hindí er indóarískt tungumál sem er móðurmál um 313.000 manna af indverskum uppruna á Fídjieyjum.

Málið er mjög frábrugðið venjulegu hindí sem talað er á Indlandi og skyldleiki tungumálanna tveggja er svipaður og skyldleiki hollensku og afrikaans. Tungumálið skiptist í mállýskur (Bhojpuri og Awadhi) sem innihalda fjölda orða úr ensku og fídji-máli. Það er talað með Kyrrahafs-sönglanda (Pacific Twang).

Vegna stjórmálaóróa á Fídjieyjum í seinni tíð hefur fjöldi Fídji-Indverja flutt til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Bandaríkjanna og Kanada og flutt tungumálið með sér.

External Links breyta

 
Wikipedia
Wikipedia: Fídji-hindí, frjálsa alfræðiritið