Fæstosdiskurinn (eða Fæstoskringlan) er diskur úr brenndum leir sem er hluti af fornminjum Mínósarmenningarinnar og er kenndur við fundarstað sinn, höllina í Fæstos á grísku eyjunni Krít. Hann er talin vera frá seinni hluta bronsaldar mínósartímabilsins, það er frá öðru árþúsundi f.Kr. Diskurinn er um 15 sentimetra í þvermál og er báðum megin þakinn vindingslaga letrarunu. Tilgangur disksins eða merking letursins og jafnvel hvar hann var búinn til er enn óráðin gáta og er Fæstosdiskurinn talinn vera eitt af helstu leyndarmálum fornleifafræðinnar. Fæstosdiskurinn stendur til sýnis í Fornminjasafninu í Heraklíon á Krít.

Fæstosdiskurinn

Tenglar breyta

   Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.