Fáni Grenada

þjóðfáni Grenada

Fáni Grenada er settur saman af tveimur gulum og tveimur grænum þríhyrningum ásamt rauðum borða umhverfis. Rauði hliðarborðinn umhverfis fánann hefur 6 gular fimm arma stjörnur. Í miðju fánans er síðan sú sjöunda. Stjörnurnar 7 tákna þau 7 fylki og höfuðborgina St. George's.

Í græna þríhyrningnum til vinstri er muskotávöxtur, sem er ein af mikilvægustu landbúnaðarafurðum Grenada.

Rauði liturinn táknar hugrekki og baráttumóð, sá guli sólina og græni landræktina. Fáninn var formlega tekin í gildi 7. febrúar árið 1974.

Hlutföll eru 3:5.

heimildir

breyta