Eyrarvinna eða að ganga á eyrinni nefndist vinna við að ferma og afferma skip á Íslandi við hafnir stærri þéttbýlisstaða á seinni hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Eyrarvinnan var mikil erfiðisvinna en hún fólst í burði til og frá skipunum og pakkhúsum eða geymslum á landi. Vinnuna unnu konur til jafns við karla almennt sem tíðkaðist ekki á öðrum Norðurlöndum á sama tíma. Þessi vinna var stopul og óstöðug og því hún var háð því hvaða skip lágu að höfn hverju sinni. Í mörgum tilvikum var borið með börum einhvers konar en oft á baki.

Málverkið Kolaburður eftir Mugg frá árinu 1919 sýndi konur bera kol á steinbryggjunni.

Heimild

breyta
  • Sigríður Th. Erlendsdóttir (1981). Atvinna kvenna í Reykjavík 1890-1914. Námsritgerð við Háskóla Íslands, bls 51-56.

Tenglar

breyta