Eyja Októberbyltingarinnar
Eyja Októberbyltingarinnar er sú stærsta í Severnaya Zemlya klasanum fyrir norðan Rússland.
Svæði eyjunnar spannar 14.170 km2 sem gerir hana 59. stærstu eyju í heimi.
Hæsti punkturinn er 965 metrar Karpinsky-fjall. Helmingur eyjarinnar er þakinn jökli sem ná til sjávar. Svæðin sem ekki eru þakin jökli eru klappir og grjót.
Eyjan var uppgötvuð af Boris Vilkitsky árið 1913 í leiðangri á vegum opinberrar rússneskrar stofnunar, en að hún væri eyja var ekki staðfest fyrr en 1931, þegar Georgy Ushakov og Nikolay Urvantsev kortlögðu eyjaklasann í leiðangri þeirra árin 1930–1932.