Evrabía er hugtak, sett saman úr orðunum Evrópa og Arabía. Sumir Evrópubúar lýsa með því ótta sínum við fjölgun múslima í Evrópu síðustu árin, sem þeir halda að hafi í för með sér aukin innflytjendavandamál í álfunni, og af ótta við að íslam taki yfir Evrópu. Margir fræðimenn hafa lýst hugtakinu og orðræðunni í kringum það sem samsæriskenningu.[1]

Evrópa og Arabaheimurinn

Félagsfræðingar hafa bent á að múslimahatur gegni lykilhlutverki meðal öfga-hægrihópa í Evrópu. Meðal annars hafa verið gerðar rannsóknir á þróun hugtaksins Evrabía innan þeirra hópa.[2] Hugtakið er upprunnið í skrifum höfundarins Gisele Littman um árið 2000. Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik notaði hugtakið víða í yfirlýsingunni sem fylgdi hryðjuverkunum í Noregi 2011 og náði hugtakið nokkurri útbreiðslu í kjölfarið. Í dómnum yfir Breivik var meðal annars tekið fram að „margir virðast deila samsæriskenningu Breiviks, að meðtalinni Evrabíu-kenningunni. Dómstólnum virðist hins vegar fátt fólk deila þeirri hugmynd Breiviks að meintri Íslam-væðingu skuli svara með hryðjuverkum.“[3]

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. Sjá til dæmis Susan Carland, „Islamophobia, fear of loss of freedom, and the Muslim woman“, í Islam and Christian-Muslim Relations, 22. bindi, 4. hefti, 2011, bls. 469-473
  2. „The European extreme-right and Islam: New directions?“ í Journal of Political Ideologies, 13. bindi, 3. hefti, 2008.
  3. „Breivik vil ikke anke“, í Nettavisen, 24. ágúst 2012
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.