Etatsráð var dönsk tignarnafnbót sem sumir báru fyrr á öldum. Tignin gekk ekki í arf. Um 1930 var hætt að notast við þessa nafnbót. Konungur sæmdi menn tigninni, en hún taldist vera af „þriðja flokki“ (da. tredje rangklasse), þ.e.a.s. þeim mönnum leyfðist að líta á sig sem nokkurs konar aðalsmenn, sem hana báru. Einnig fylgdi sá réttur tigninni, að mönnum leyfðist að koma dætrum sínum að í Vemmetofte-klaustri.

Etatsráðstign fylgdi hvorki embætti né aðrar skyldur, og var hún aðeins virðingartitill, í það minnsta frá því um 1700. Til dæmis var H.C. Andersen etatsráð. Meðal þekktra Íslendinga sem þessi nafnbót var veitt voru Finnur Magnússon og Magnús Stephensen.

Tengt efni breyta

Tenglar og heimildir breyta