Erlendur Halldórsson
Erlendur Halldórsson (d. um 1378) var príor í Möðruvallaklaustri næstur á eftir Þórði Bergþórssyni. Hann var kjörinn príor 1372 og líklega vígður árið eftir.
Jón skalli Eiríksson gerði skrá yfir lausafé Hólakirkju árið 1374 og var Erlendur príor á Möðruvöllum þar við. Annars kemur hann lítið við skjöl og er fátt um hann vitað. Hann var ekki mörg ár í embætti því hann er talinn hafa dáið 1378 eða 1379. Arftaki hans var Snorri príor.