Endursköpun útdauðra dýrategunda

Endursköpun útdauðra dýrategunda er ferli sem endurvekur lífveru sem líkist eða er eins og útdauð tegund. Ef erfðaefni dýrategundarinnar hefur varðveist nægilega vel er hægt að nýta það til að endurskapa dýrategundina og það tókst eitt sinn að endurskapa dýrategund sem þá var útdauð. Það hefur verið reynt að endurskapa loðfílinn en það hefur ekki enn tekist. Vísindamenn eru á því máli að hægt verði að endurskapa loðfílinn.[1] Kvikmyndin Jurassic Park byggir á þessu hugtaki en í myndinni hefur fjöldi risaeðlna verið endurskapaður eftir milljón ára útdauða. Þess ber þó að geta að erfðaefni risaeðla hefur ekki varðveist og því er útilokað að endurskapa risaeðlur.[2] Þótt að hægt sé að endurskapa útdauðar dýrategundir þá vekur það upp siðferðislegar spurningar um hvort það sé æskilegt fyrir náttúruna.

Tilvísanir

breyta
  1. „De-extinction | Definition, History, Ethics, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). 12. október 2024. Sótt 20. nóvember 2024.
  2. „Geta menn endurlífgað risaeðlurnar?“. Vísindavefurinn. Sótt 20. nóvember 2024.