Eldgamla Ísafold
Eldgamla Ísafold er íslenskt ljóð eftir Bjarna Thorarensen (f. 1786. d. 1841). Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1819 í danskri stúdentabók sem ber heitið Studenterviser i dansk, islandsk, latinsk og græsk Maal (útg. Semper Hilaris). Finnur Magnússon (f. 1781. d. 1847), prófessor í Kaupmannahöfn, hafði umsjón með Íslandshluta bókarinnar og valdi stútendasöngva á íslensku til birtingar.
Lagboðinn við Elgamla Ísafold er jafnan þjóðsöngur Breta, God save the King.
Texti
breytaEldgamla ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Mögum þín muntu kær,
meðan lönd girtir sær
og guma girnist mær,
gljár sól á hlíð.
Eldgamla ísafold,
ástkæra fósturmold,
fjallkonan fríð.
Ágætust auðnan þér
upp lyfti biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð.