Elísabet, hertogaynjan af Brabant


Elísabet prinsessa, hertogaynjan af Brabant, skírð Elisabeth Theresia Maria Helena, fæddist þann 25. október 2001. Hún er elsta barn Filippusar Belgíukonungs og Matthildar Belgíudrottningar. Hún varð formlega krónprinsessa Belgíu þann 21. júlí 2013 þegar afi hennar Albert 2. Belgíukonungur afsalaði sér krúnunni og faðir hennar tók við völdum. Við það tækifæri hlaut hún titilinn hertogaynja af Brabant. Elísabet er fyrsta konan í sögu Belgíu til þess að vera ríkisarfi en lögum um erfðaröð var breytt árið 1991 sem þýðir að elsta barn konungs eða drottningar skal erfa krúnuna óháð kyni.

Elísabet prinsessa

Elísabet stundaði nám við Oxford háskóla þar sem hún lærði sögu og stjórnmálafræði. Einnig hefur hún hlotið þjálfun hjá Belgíska hernum og árið 2023 svór hún eið sem undirliðsforingi.

Prinsessan á þrjú yngri systkin þau Gabríel prins, Emanúel prins og Elenóru prinsessu.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.