Einsleitnisreglan er meginregla í ESB- og EES-rétti sem á að tryggja ákveðið samræmi í réttarkerfum aðildarríkjanna er kemur að framkvæmd löggjafar Evrópusambandsins og/eða Evrópska efnahagssvæðisins, eftir því hvort á við. Umrætt samræmi skiptist í jákvæða og neikvæða samræmingu, en það getur einnig flokkast í lágmarkssamræmingu og hámarkssamræmingu.

Jákvæð og neikvæð samræming breyta

Jákvæð samræming felur í sér breytingar eða setningu innlends regluverks í átt að samræmda regluverki Evrópusambandsins/Evrópska efnahagssvæðisins. Neikvæð samræming felur í sér að aðildarríkin skuli fjarlægja hindranir í regluverki sínu sem eru andstæðar fjórfrelsinu.

Lágmarkssamræming og hámarkssamræming breyta

Lágmarkssamræming felur í sér að aðildarríki skuli tryggja ákveðið lágmarkssamræmi löggjafar sinnar við ESB- og/eða EES-gerðir. Hámarkssamræming felur í sér að aðildarríkin skuli ekki ganga of langt með setningu sérreglna. Aðildarríkjunum er oft veitt svigrúm til að ákveða hvernig þau vilja útfæra gerðirnar, með því að annaðhvort skilgreina tiltekið bil sem þau geta verið innan um, eða eingöngu með lágmarki eða hámarki.

   Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.