Einkeypi kallast það þegar það eru margir seljendur en aðeins einn kaupandi á markaði. Einkeypi er ófullkomin samkeppni svipuð og einokun því fyrirtæki sem hefur einkeypi á markaði getur ráðið verðlagi á vörum sem það kaupir af birgjum á svipaðan hátt og fyrirtæki sem hefur einokun á markaði getur ráðið verðlagi á vörum sem það selur til neytenda.

Færð hafa verið rök fyrir því að Bandaríska fyrirtækið Wal-Mart hafi einkeypi á vissum hlutum markaðarins í Bandaríkjunum [1].

Sjá einnigBreyta

TilvísanirBreyta

  1. „Is Wal-Mart good for America“. Sótt 17. Nóvember 2009.