Eiginmaður
(Endurbeint frá Eiginbóndi)
Eiginmaður (eða eiginbóndi) er karlkyns aðili í hjónabandi. Karlmaður sem giftist verður eiginmaður við giftingu, og er rétt fyrir og eftir athöfnina nefndur brúðgumi og konan, ef einhver, brúður. Í skáldamáli var eiginmaður stundum nefndur faðmbyggir eða spúsi, en hið síðarnefnda er stundum notað sem gæluyrði yfir eiginmann. Eiginmaður sem einhverjum hefur verið þröngvað til að giftast nefnist nauðmaður.