Egils Appelsín
(Endurbeint frá Egils appelsín)
Egils Appelsín var fyrst framleitt 1955 af Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni og er svo enn þann daginn í dag. Egils Appelsín er mest selda appelsínugos á Íslandi og er eitt allra vinsælasta vörumerki landsins í dag. Talið er að fólk hafi tekið að blanda saman Egils Malti og Egils Appelsíni strax á 6. áratugnum til að drýgja Maltið, sem var frekar dýrt. Í dag eru fá heimili sem halda heilög jól án þess að þessi merka blanda komi við sögu.
Undanfarin sumur hefur Egils Appelsín staðið fyrir sumarleikjum og er þeirra helsta slagorð: Sólskin í hverjum sopa.