Eggin í Gleðivík

Eggin í Gleðivík er útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson. Verkið er staðsett við höfnina á Djúpavogi á Austurlandi, nánar tiltekið í Innri-Gleðivík, og var vígt með formlegum hætti 14. ágúst árið 2009. Verkið eru 34 eftirmyndir eggja jafn margra varpfugla sem verpa í Djúpavogshreppi. Stærst er lómseggið, en lómurinn er einkennisfugl sveitarfélagsins. Verkið er sérstaklega gert fyrir staðinn og standa eggin á steyptum stöplum sem áður héldu uppi löndunarröri á milli bryggju og bræðslu. Mikið fuglalíf er á svæðinu og endurspegla eggin þá sterku tengingu sem Djúpivogur hefur við náttúruna. Eggin í Gleðivík eru vinsæll áningarstaður ferðamanna og eru orðin eitt af kennileitum Djúpavogs.[1][2]

Eggin í Gleðivík árið 2019
Eggin í Gleðivík árið 2010

Tilvísanir

breyta
  1. Austurland, Austurbrús SES / Áfangastaðurinn. „Eggin í Gleðivík“. Visit Austurland. Sótt 9. september 2023.
  2. https://visitdjupivogur.is/is/eggin-i-gledivik/