Editiones Arnamagnæanæ

Editiones Arnamagnæanæ (latína: Útgáfur Árna Magnússonar) er heiti á tveimur ritröðum, sem Árnasafn í Kaupmannahöfn, eða Den Arnamagnæanske Samling, gefur út.

Fyrsta bókin kom út 1958. Bækurnar eru í tvenns konar broti:

  • Series A: (stærra brot), komin eru út um 20 bindi.
  • Series B: (minna brot), komin eru út um 30 bindi.

Í þessum ritröðum eru vísindalegar textaútgáfur af fornum íslenskum (eða norsk-íslenskum) ritum, og fylgja þeim ítarlegir formálar eða inngangsritgerðir um handritin og varðveislu textanna. Útgáfurnar eru fyrst og fremst ætlaðar fræðimönnum, og er miðað við að þær verði grundvöllur að öðrum útgáfum handa almennum lesendum.

Tengill

breyta

Heimildir

breyta
  • Vefsíða Den Arnamagnæanske Samling.