Tekjur fyrirtækis fyrir vexti, skatta, og afskriftir (oftast skammstafað EBITDA,[1] er mælikvarði á arðsemi reksturs, án þess að litið sé til áhrifa vaxtaberandi skulda, lögbundinna skattgreiðslna og annars fjármagnskostnaðar. Hægt er að reikna EBITDA með því að draga frá tekjum fyrirtækis allan beinan rekstarkostnað (s.s. laun, hráefniskostnað, keypta þjónustu, o.s.frv.) en ekki lækkun á eignarverðmæti (afskriftir), vaxtakostnað, leigukostnað og lögbundnar skattgreiðslur. Kennitala þessi er oft notuð þegar kemur að því að verðmeta fyrirtæki.

Notkun og gagnrýni

breyta

EBITDA er mikið notuð þegar kemur að því að meta fjárhagslega frammistöðu fyrirtækis. EBITDA er gagnleg til að meta undirliggjandi arðsemi á bak við reksturinn sjálfan, þ.e. hve mikinn hagnað fyrirtæki getur myndað á tilteknu tímabili með því að veita þjónustu, selja vörur o.s.frv. Aðferðin er gagnleg þegar kemur að því að meta "einangraða" arðsemi rekstursins, þar sem EBITDA tekur ekki tillit til kostnaðarþátta sem eru (í flestum tilfellum) að mestu leyti óháðir rekstrinum. Þ.e.a.s. vaxtakostnaður (eða -tekjur) velta á því hvernig fjármögnun fyrirtækisins er háttað.

Neikvæð EBITDA getur gefið til kynna að vandamál séu til staðar þegar kemur að arðsemi í rekstri. Mikilvægt er þó að hafa í huga að jákvæð EBITDA þýðir ekki endilega að fyrirtæki skili hagnaði. Þetta er vegna þess að tekjumyndun veltur einnig á þeim þáttum sem EBITDA tekur ekki til, s.s. fjárfestingarútgjöldum (kostnaður við fjárfestingu í eignum til að framleiðsla geti átt sér stað), sköttum og vöxtum.

Dæmi um rekstrarreikning
Tekjur 2.000.000 kr.
Kostnaðarverð seldra vara (KSV) 800.000 kr.
Brúttóágóði 1.200.000 kr.
Sölu- og annar rekstrarkostnaður 700.000 kr.
Tekjur fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) 500.000 kr.
Afskriftir 150.000 kr.
Tekjur fyrir vexti og skatta (EBIT) 350.000 kr.
Vaxtakostnaður og/eða -tekjur 30.000 kr.
Tekjur fyrir tekjuskatt (EBT) 320.000 kr.
Tekjuskattur 100.000 kr.
Tekjur eftir skatta (EAT) eða Hagnaður 220.000 kr.

EBITDA Framlegð

breyta

Þegar EBITDA er deilt með heildartekjum er oft talað um EBITDA-framlegð.[2]

Aðrar Aðferðir

breyta

Tekjur fyrir vöxt, skatta og afskriftir (EBITA) eru reiknaðar með því að draga afskriftir frá EBITDA.[3]

EBITA er notuð þegar líta þarf til áhrifa eigna fyrirtækis hafa á arðsemi þess. Því er hægt að segja að EBITA sé betri en EBITDA, en hún er þó ekki notuð að ráði.

Tilvísanir

breyta
  1. „EBITDA - Financial Glossary“. Reuters. 15. október 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2012. Sótt 9. febrúar 2012.
  2. „What is EBITDA?“. BusinessNewsDaily. 9. maí 2013. Sótt 15. nóvember 2014.
  3. „EBITA“. Sótt 30. nóvember 2014.