Durand-línan
Duran-línan er landamæri á 2.660 km kafla milli Afganistan og Pakistan sem voru ákveðin af Bretum. Afganir hafa aldrei viðurkennt þessi landamæri. Bretar höfðu háð tvö stríð við Afgani og neyddu árið 1893 Amir Abdur Rahman Khan af Afganistan með hótunum til að skrifa undir skjal um markalínu milli Afganistan og þáverandi Breska Indland. Durand-línan er kennd við Sir Mortimer Durand sem var utanríkisráðherra í Breska Indlandi.

Durand-línan (í rauðum lit á myndinni) markar landamæri milli tveggja landa, blái liturinn sýnir hvar pastú tungumál er talað.