Distributed Proofreaders

(Endurbeint frá Dreifðir prófarkalesarar)

Distributed Proofreaders (íslenska: dreifðir prófarkalesarar; skammstöfun: DP) er sjálfboðaliðaverkefni sem miðar að því að koma prentuðu máli á stafrænt form, meðal annars fyrir Project Gutenberg.

Screenshot

DP var stofnað árið 2000 af Charles Frankcs til að styðja við stafræna yfirfærslu bóka sem voru ekki háðar hugverkarétti. Í dag er Distributed Proofreaders (DP) helsta auðlind PG á sviði stafrænna bóka.

Allir prófarkalesarar, stjórnendur, forritarar og aðrir eru sjálfboðaliðar.

Ferill hvers titils er eftirfarandi:

  1. Myndir af blaðsíðum fengnar, skannaðar inn eða fengnar annar staðar frá
  2. Síðurnar ljóslesnar
  3. Hver síða prófarkalesin, texti borinn saman við mynd af síðu, þetta er gert að minnsta kosti tvisvar fyrir hverja síðu af mismunandi sjálfboðaliðum
  4. Eftirvinnsluaðili tekur við prófarkalesnum textaskjölum og smíðar eitt samfellt textaskjal, og að auki oftast vefsíðu, með myndum ef við á
  5. Samfelldu skjölin yfirfarin af eftirlitsaðila
  6. Ef verkið reyndist vera í lagi er það birt á Project Gutenberg og/eða annar staðar eftir því sem við á.

Mörg íslensk verk fara í gegnum þetta verkefni, sjá tenglalista að neðan.

Tenglar

breyta