Draugagil er gil, sem liggur í norð-austur upp með fjallinu Strúti (938 m), skammt frá Húsafelli í Borgarfirði. Gilið er grunnt efst, en um eða yfir 100 m á dýptina þar sem hún er mest þegar neðar er komið. Út úr sjálfu gilinu gengur þröngt gljúfur sem víkkar innst inni í 10 m og er þar svo mikið þverhnípi að hvergi er fullbjart á miðjum degi. Þar fyrir innan má finna margra metra þykkt bólstraberg í bland við risabólstra er mynda líkt og dökkar rósir á bergveggjum glúfursins.

Sagt er að Snorri prestur á Húsafelli hafi kveðið niður drauga og steypt þeim í gilið og dragi það nafn af því.

Heimildir

breyta
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.