Drag er sviðslist sem gengur út á að ýkja hefðbundnar hugmyndir um kvenleika, karlmennsku og aðra kyntjáningu til listsköpunar. Oftast felur drag í sér klæðskipti, þar sem karlar leika konur (dragdrottningar) og konur leika karla (dragkóngar). Dragsýning er oft stutt skemmtiatriði á leiksviði þar sem áhersla er lögð á íroníu, háðsádeilu eða gagnrýni á kynhlutverk eða kynímyndir, en getur líka verið einföld skemmtun með látbragði, söng eða dansi.

Kanadíska dragdrottningin Lemon (Christopher Elliott Baptista).
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.