Doré (kartöfluyrki)

Doré er kartöfluyrki sem var þróað í Hollandi 1939 með blöndunni Eersteling x [Record x (Bravo x Alpha)] og sett á markað 1947.

Doré-kartöflur.

Doré er fljótvaxið yrki sem gefur af sér stórar, hnöttóttar, gular kartöflur sem eru mjölmiklar og þykja bragðgóðar, með hátt þurrefnisinnihald. Augun eru mjög grunn.