Djúnkusegl
Djúnkusegl eru skáskorin ferhyrnd þversegl sem notuð eru á djúnkum sem voru algengasta skipsgerð á Kínahafi fyrr á öldum. Það sem helst einkennir djúnkusegl eru langbönd eða lektur sem liggja lárétt þvert í gegnum seglið með reglulegu millibili. Þessi bönd styrkja seglið, stífa það og auðvelda rifun. Á hefðbundnum djúnkum voru seglin venjulega á óstöguðum siglum sem stóðu í djúpum stellingum að neðan. Oftast eru þau fest á hallandi rá að ofan og bómu að neðan. Þegar seglið er rifað eða tekið saman er bóman dregin upp og seglið fellur saman við hana. Með því að festa skrúð og dragreipi við öll böndin er hægt að hafa góða stjórn á stærð seglsins og hæð um leið.
Djúnkusegl henta best til að sigla undan vindi. Þau taka ekki í sig mikinn vind miðað við seglflöt þar sem langböndin halda þeim flötum.