Diego
Diego nafnið er afbrigði af nafninu Duguo eða Dugas.
Uppruni ættarnafnsins á Íslandi
breytaÁ Íslandi má rekja nafnið til Hjálmars Diego Jónssonar sem fæddur var á Þingeyri 1891. Faðir hans var Jean Baptiste Dugas, amerískur skipstjóri er sigldi reglulega til Íslands til lúðuveiða á árunum 1884 – 1897. Hvernig ættarnafnið varð til er ekki fullljóst, en það kemur þó fram bæði í íslenskum og amerískum verslunargögnum tengdum Gramsverslun á Þingeyri við Dýrafjörð.[1]
Dugas er franskt nafn og fellur ekki endilega vel að enskri tungu. Ýmsar útfærslur voru reyndar. Dago var ein þeirra og hélt um skeið. Um það leyti sem hann var að fá ríkisborgararéttinn breyttist það endanlega í Duguo og segir nánar frá því í bókinni Undir miðnætursól.
Hjálmar Diego Jónsson giftist Halldóru Friðgerði Sigurðardóttur, sem þá bjó í föðurhúsum í Bolungarvík. Hún var fædd á Steinhólum í Grunnavík 16. maí 1893, dáin í Reykjavík 27. janúar 1951. Árið 1913 eignuðust þau Halldóra og Hjálmar frumburð sinn, Friðrik Aðalstein Diggo. 31. maí 1916 fæddist þeim annar sonur og var hann skírður Þorkell Guðmunds Diggó. Rithátturinn skiptir ekki máli.
John Baptiste Duguo
breytaJohn Baptiste Duguo fæddist í Nova Scotia í Kanada. Hann var ekki af spænskum ættum heldur voru forfeður hans komnir af frönskum landnemum sem voru á meðal fyrstu Evrópumanna er settust að í Norður-Ameríku á því svæði sem kallað er Acadia. Jean Baptiste Dugas fæddist á Isl. Madam við Bretoskaga í Nova Scotia árið 1840. Hann fluttist síðar til Gloucester í Massachusetts þar sem hann varð bandarískur ríkisborgari árið 1868 en þá breytti hann einnig nafni sínu í John Baptiste Duguo.
Erlendur uppruni
breytaSá fyrsti sem vitað er um sem bar nafnið Dugas var Abraham Dugas sem fæddist kringum árið 1616 í Toulouse í Frakklandi, giftur Marguerite Louise Judith Doucet. Hann flutti til Port Royal, Acadia sem gerði hann að þeim fyrstu sem settust að þessarri nýlendu sem heitir Kanada í dag.[2] Abraham Dugas vann sem vopnasmiður Frakklandskonungs (Armorer to the King)
Tilvísanir
breyta- ↑ Sjá diego.is og bókina „Undir miðnætursól“ þar sem segir meira af John Baptiste og ætt hans.
- ↑ A. Gregor Melanson. „The Dugas Family“. Sótt 05. maí 2013 2006.