Skábanda hjólbarði
(Endurbeint frá Diagonaldekk)
Skábanda hjólbarði eða diagonaldekk er tegund hjólbarða þar sem strigalög og vírar liggja á ská út frá miðju slitflatar (banans). Hliðar skábanda hjólbarða eru mun stífari en hliðar þverbanda hjólbarða þannig að þau „dala“ ekki eins vel - dreifa þannig ekki þyngdinni eins vel. Bílar og dráttavélar voru útbúnar diagonaldekkjum fram yfir 1970 en þá fóru radialdekk að ryðja sér rúms á mörkuðum. Í dag eru þau lítið notuð undir ökutæki.
Kostir og gallar
breytaKostir skábanda hjólbarða eru meðal annarra:
- Á hægferð (undir 50 km/klst) eru þau mun þægilegri
- Ökutækið er léttara í stýri á sömu ferð
Gallar:
- Lélegt veggrip, í beygjum, hröðun og við bremsun, vegna þess að slitflöturinn dreifist ekki undan þunga.
- Styttri líftími vegna þess hve dekkið er óstöðugt á veginum; diagonaldekk hafa jafnvel 50% styttri líftíma en radialdekk
- Bíllinn er þyngri í akstri og getur það leitt til allt að 5% aukningu í eldsneytisnotkun