Det Danske Selskab
Det Danske Selskab var félagsskapur Dana á Íslandi sem var stofnaður 5. júní 1923. Markmið þess var að efla sem mest og best samstarf Íslendinga og Dana og vinna að menningarlegum tengslum milli þjóðanna. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Böggeld, þáverandi sendiherra Dana á Íslandi.