Debenhams var bresk verslunarkeðja með útibú í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi, í Smáralind í Kópavogi.[1] Fyrsta verslunin var stofnuð í Lundúnum árið 1778 og keðjan fjölgaði síðan í allt að 178 verslanir; mestmegnis í Bretlandi, Danmörku og Írlandi. Hún átti einnig dönsku verslunarkeðjuna Magasin du Nord og á síðustu árunum voru höfuðstöðvar hennar staðsettar í flaggskipversluninni á Oxford Street í Lundúnum. Hún seldi fatnað, snyrtivörur, heimilisvörur og húsgögn.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. Arnarsson, Sveinn (30 júní 2016). „Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári - Vísir“. visir.is. Sótt 16 febrúar 2025.
  2. „Debenhams verslanir heyra sögunni til“. www.vb.is. Sótt 16 febrúar 2025.
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.