Davíðshús
Davíðshús er safn sem stendur við Bjarkarstíg 6 á Akureyri. Þar var heimili Davíðs Stefánssonar þjóðskálds frá Fagraskógi við Eyjafjörð. Þar er nú safn opið almenningi.
Á efri hæð hússins er íbúð Davíðs varðveitt eins og hann skildi við hana árið 1964. Þar eru húsmunir skáldsins, bækur og listaverk og engu hefur verið haggað. Bókasafn Davíðs er mikið að vöxtum og eitt hið vandaðasta og verðmætasta sem til er í landinu. Að auki er þar að finna fágæt listaverk eftir vini skáldsins. Á neðri hæð hússins er íbúð sem rithöfundar og fræðimenn geta fengið til afnota í lengri eða skemmri tíma.
Saga
breytaDavíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi lét reisa hús sitt við Bjarkarstíg 6 á Akureyri og flutti í það árið 1944. Þar bjó hann fram til ársins 1964 að hann lést. Erfingjar Davíðs skálds ánöfnuðu Akureyrarbæ bókasafni og innanstokksmuni hússins. Upphaflega stóð til að koma mununum fyrir á Amtsbókasafninu, en nokkrir vinir skáldsins efndu þá til landssöfnunar og var húsið keypt og afhent bænum til umsjár.[1] [2]
Á afmæli skáldsins 1965 var opnað safn á efri hæð hússins. Þar er íbúð Davíðs varðveitt eins og hann skildi við hana. Þar er meðal annars bókasafn skáldsins sem var eitt merkasta bókasafn landsins í einkaeigu. Að auki eru þar fágæt listaverk eftir vini skáldsins.[3] [4] Húsið er í dag friðað í A- flokki.
Rithöfunda- og fræðimannaíbúð
breytaRithöfunda- og fræðimannaíbúð er á neðri hæð hússins, ætluð til afnota í allt að einn mánuð gegn vægu gjaldi. Íbúðin er með hliðstæðum búnaði og almennt er í sumarhúsum starfsmannafélaga.[5]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Norðurland - 9. tölublað (11.06.1986) (11. júní 1986). „Nokkur orð um söfnin á Akureyri“. Norðurland - 9. tölublað (11.06.1986). bls. 2. Sótt 9. mars 2021.
- ↑ Dagur - 90. tölublað (12.12.1964) (12. desember 1964). „Stúdentafundur á Akureyri um Davíðshús“. Dagur - 90. tölublað (12.12.1964). bls. 1 og 8. Sótt 9. mars 2021.
- ↑ Þjóðviljinn - 94. tölublað - Sunnudagsblaðið (27.04.1986) (27. apríl 1986). „Hús skáldsins“. Þjóðviljinn - 94. tölublað - Sunnudagsblaðið (27.04.1986). bls. 13. Sótt 9. mars 2021.
- ↑ Ingólfur Armannsson, menningarfulltrúi Akureyrarbœjar (Sveitarstjórnarmál - 1. tölublað (01.03.1995) 1. mars). „„Á svörtum fjöðrum"“. Sveitarstjórnarmál - 1. tölublað (01.03.1995). bls. 30. Sótt 1995 9. mars.
- ↑ Morgunblaðið - 152. tölublað (07.07.1988) (7. júlí 1988). „Davíðshús boðið lista- og fræðimönnum til afnota“. Morgunblaðið - 152. tölublað (07.07.1988). bls. 32. Sótt 9. mars 2021.