Dýrleiki, eða jarðardýrleiki, er fornt mat sem notað var til þess að meta jarðir í gamla íslenska bændasamfélaginu (eins konar fasteignamat). Sumar jarðir báru ekki dýrleika stöðu sinnar vegna. Óvíst er hvernig dýrleiki var reiknaður en líklega liggja margir þættir liggi þar á bak við, svo sem stærð og gæði jarða (einkum gæði beitilands), hlunnindi (t.d. rekaviður eða hrísrif til eldiviðar) svo eitthvað sé nefnt.[1] Hlunnindi virðast ekki hafa skipt miklu máli heldur fyrst og fremst geta jarðarinnar til þess að bera skepnur. Þetta sést í 15. aldar skjölum þegar tún jarða verða fyrir skemmdum og við það lækkar jarðamatið.[2]

Dýrleiki jarða, síðar lögbýla, var einnig notað til þess að reikna út skattstofn hennar, þ.e. landskuld og leigur tóku mið af dýrleikanum. Jarðir tíunduðust einnig samkvæmt dýrleika þeirra. Dýrleiki var tiltölulega föst eining en þó hefur jarðamat breyst í gengum tíðina.

Heimildir breyta

  1. Arnar Sigurjónsson (1973). Jarðamat og jarðeignir á Vestfjörðum, 1446, 1710, 1842.
  2. Magnús Már Lárusson (1971). Á höfuðbólum landsins.